Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, August 11, 2006

11. ágúst!

Í dag á litli bróðir minn afmæli, verður hvorki meira né minna en 24 ára. Ég man alveg þegar daginn sem Siggi fæddist, seinasti séns fyrir pabba að sjá barnið sitt fæðast sem mamma skaut út eins og fótboltum meðan hann lagði bílnum. Sigrún pabbasystir kom að passa okkur Gunnu og ég fékk öskurkast um morgunin þegar mamma var ekki í rúminu heldur Sigrún. Siggi hefur aldrei farið troðnar slóðir og gat náttúrulega ekki komið alveg hefðbundið í heiminn og reyndi af öllu megni að hanga í naflastrengnum til að sleppa ekki mömmu sinni. Sleppti henni reyndar ekki næstu fjögur ár, en það er önnur saga.

En allt hafðist þetta og þessi undurfallegi rauð-krullhærði drengur með stóru bláu augun sín hefur verið gleðigjafi síðan.

Til hamingju með daginn Elsku Siggi minn!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home