Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, July 24, 2006

Helgin og fleira

Jæja hún var frábær þessi helgi sem var að líða. Ég var á Bryggjuhátíð á Drangsnesi í rjómablíðu eins og þið öll hin. Ég var aftur á móti ekki undirbúin fyrir svona blíðviðri, hélt að svona veður myndi ekki verða á þessu svæði.

Alla vega á föstudagskvöldið fór ég í pottinn í flæðarmálinu og drakk bjór undir stilltum himni. Á laugardagsmorgun smellti ég mér út í eyjuna Grímsey á Steingrímsfirði og sleikti sólina, hlustaði á fuglana og tók myndir. Fór svo í nýju flottu sundlaugina á Drangsnesi, borðaði steik, drakk hvítvín, fór á Brekkusöng og lenti svo í svona ekta heima-gítar-partýi og söng úr mér röddina. Svo var brunað heim í gær í sólinni, hefði verið skemmtilegra að eyða þeim degi öðruvísi en í bíl en rauði nebbinn hefði ekki meikað meiri sól. En pffff það styttist í sumrinu og nebbinn þoldi alveg enn einn sólbrunann.

Ég fór svo í dag og keypti mér hvorki meira né minna en nýja gönguskó. Ákvað eftir síðustu Esjugöngu sem skyldi eftir sig níu blöðrur að gömlu skórnir væru opinberlega búnir að vera. Ég keypti því nýja skó og vígði þá á Esjunni í dag með Tuma voffa. Fékk reyndar tvær blöðrur í vígsluferðinni en það er ábyggilega bara út af úber-viðkvæmum steiktum fótum. Er alveg ótrúlega sátt við þessi kaup.....Scarpa karpa

0 comments:

Post a Comment

<< Home