Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, July 15, 2006

Tímaþjófur

Það endar oftar en ekki þannig að þegar við vinkonurnar förum á djammið að Ölstofan sé sótt heim. Hin pínulitlu reykmettuðu húsakynni draga okkur alltaf til sín og ekki er ég að kvarta yfir því. Það vekur jafnan furðu mína þarna inni að það skuli vera klukka á veggnum, alveg eins klukka og er í kennslustofunni minni. Oft hefur maður séð þessa klukku ganga of langt, en það kemur fyrir að hún rekur mann snemma heim. Mér fannst því frekar fyndið þegar ég sá að klukkunni hafði verið stolið um síðustu helgi. Hver nákvæmlega er tilgangurinn með því stela klukkunni af Ölstofunni…..tímaþjófur þarna á ferð, svona svipað og Goldminer…hehe!

En barþjóninn knái sem eins og klukkan er bara eitt af húsgögnunum hljóp tímaþjófinn uppi og skilaði klukkunni í heilu lagi á vegginn góða svo næturgestirnir á Ölstofunni geta haldið áfram að fylgjast með tímanum.

Hjúkk!

0 comments:

Post a Comment

<< Home