Helgin og fleira
Ég tók mig til um helgina og skrifaði ferðasögu um Hornstrandarreisuna miklu. Var búin að gera nokkrar tilraunir til að hefja skriftir en andinn kom ekki yfir mig eftir pöntun. Það var svo í Fljótshlíðinni sem það gerðist og þá var ekkert við hendina nema blað og penni. Ferðasagan er því til á 26 þétt skrifuðum stílabókarsíðum. Mun pikka hana inn þegar fer að rigna aftur :) og hver veit nema einhver ykkar hafi áhuga á að lesa :)
Annars er kroppurinn allur að skríða saman. Sólbruninn sem ég fékk á síðasta degi ferðarinnar og búið er að meðhöndla með sterum er hættur að svíða. Að vísu er brennda húðin að flettast af....það hlýtur að þýða að þetta sé að batna, er það ekki? Það er ekki allir sem ná að brenna öðrum stigs bruna af sólinni einni saman :)
Sunna mágkona systur minnar tók sig til um helgina og fjölgaði mannkyninu. Fæddi í heiminn litla og netta stelpu...Til hamingju Sunna og Bjarni. Og af því ég er byrjuð í barneignartilkynningum þá átti hún Anna Margrét frænka mín og Maggi maðurinn hennar strák fyrir nokkrum vikum, fjórði strákurinn á fimmtán árum.....Til hamingju með það Anna og Maggi. Hitti svo Guggu K í ríkinu fyrir helgi og hún er komin af stað með næsta barn....það verður að fjölga fólkinu....annars getur þetta orðið ansi þreytandi.
Ég fer svo í brúðkaup um næstu helgi hjá annarri frænku minni, sem betur fer fylgir það oft þessu barnaláni :)
...að lokum. Sérstaklega duglegur kennari óskar eftir dægradvöl virka daga í júlí-mánuði. Ekki væri verra ef borgun fengist fyrir :)
Góðar stundir.
Annars er kroppurinn allur að skríða saman. Sólbruninn sem ég fékk á síðasta degi ferðarinnar og búið er að meðhöndla með sterum er hættur að svíða. Að vísu er brennda húðin að flettast af....það hlýtur að þýða að þetta sé að batna, er það ekki? Það er ekki allir sem ná að brenna öðrum stigs bruna af sólinni einni saman :)
Sunna mágkona systur minnar tók sig til um helgina og fjölgaði mannkyninu. Fæddi í heiminn litla og netta stelpu...Til hamingju Sunna og Bjarni. Og af því ég er byrjuð í barneignartilkynningum þá átti hún Anna Margrét frænka mín og Maggi maðurinn hennar strák fyrir nokkrum vikum, fjórði strákurinn á fimmtán árum.....Til hamingju með það Anna og Maggi. Hitti svo Guggu K í ríkinu fyrir helgi og hún er komin af stað með næsta barn....það verður að fjölga fólkinu....annars getur þetta orðið ansi þreytandi.
Ég fer svo í brúðkaup um næstu helgi hjá annarri frænku minni, sem betur fer fylgir það oft þessu barnaláni :)
...að lokum. Sérstaklega duglegur kennari óskar eftir dægradvöl virka daga í júlí-mánuði. Ekki væri verra ef borgun fengist fyrir :)
Góðar stundir.
1 comments:
At 10:06 AM, Gugga said…
Hver er að fara að gifta sig?
Post a Comment
<< Home