Það er frekar fyndið að þegar kennari kvartar yfir peningaleysi á sumrin þá kemur oft svona tvírætt bros á þá sem á hann hlusta. Oftar en fylgir kommentið, þú getur nú ekki ætlast til að fá full laun því þú ert í fríi í allt sumar! Ég læt þetta ekki fara mikið í taugarnar á mér enda er þessi hugsanagangur leifar af sælulífi kennarans þ.e. þegar kennarar fóru í frí í byrjun maí og mættu ekki til vinnu fyrr en í september. Auðvitað er þetta ekki svona í dag en sumt fólk virðist ekki alveg átta sig á þessu ennþá. En þar sem ég er ekki á fullum launum, eignilega á frekar daufum launum hef ég hugsað upp nokkur sparnaðarráð fyrir fátæka kennara!!!
1. Sparaðu með því hætta að þvo. Hver segir að fötin þín verði að vera hrein? Með því að sleppa þvottavélinni sparar maður bæði rafmagn og þvottaefni J
2. Ég á þurrkara, hef ekki ennþá sett hann í samband svo ég gæti ekki sparað með því að sleppa því að hengja upp, enda er ég líka hætt að þvo svo ég þarf ekki að hengja upp!
3. Bensínið verður sífellt dýrara, bensínljósið logar á bílnum mínum og ég þarf nauðsynlega að nota bílinn á eftir svo ég neyðist víst til að setja bensín á bílinn eða? Láta bílinn verða bensínlausan einhvers staðar á slæmum stað, hringja í einhvern vin eða kunningja sem á nóga peninga og láta hann koma og draga þig á bensínstöð. Þar skal setja upp hvolpasvipinn og segja “ég er ekki með veskið mitt”. Þá eru allar líkur á því að sá sem dró þig splæsi á þig bensíni þess að gruna það að þetta hafi allt verið með vilja gert.
4. Hættu að fara í sturtu. Bíddu bara eftir rigningu, það er nóg af henni á sumrin á Íslandi hehe. Því ekki bara að slá fleiri flugur í sömu rigningunni og fara í gönguferð í skítugu fötunum, þá verður þetta allt hreint. Svo er alltaf stutt í sjóinn J
5. Hættu að versla og taktu ísskápinn úr sambandi. Ráð sem ég hef áður gaukað að ykkur, bjóðið ykkur bara í mat með því að heimsækja kunningja og vini rétt fyrir kvöldmat, gætið þess þó að það séu ekki sömu vinir og þú plataðir til að kaupa bensín á bílinn, þeim gæti farið að gruna eitthvað.
6. Lokaðu öllum gluggum og dragðu fyrir þá, þannig nærðu að halda hitanum betur inni og þarft því ekki að kynda. Hefur líka pottþétt þær afleiðingar að fólk hættir að koma í heimsókn því íbúðin, með þig skítuga, í skítugum fötum með engu fersku lofti getur farið að ilma illa þegar líður á sumarið. Það er líka ágætt að engin komi í heimsókn því þú átt ekkert í ísskápnum sem þú tókst úr sambandi í júní J
7. Sparaðu símann og bíddu bara eftir því að fólkið hringi í þig eða gera bara eins og unglingarnir, hringdu í vini þína og skelltu á áður en þeir svara, þá eru allar líkur á því að innan skamms hringi þeir til baka, nema náttúrulega að þeir séu hræddir um að þig vanti bensín, eða ætlir að bjóða þeim í heimsókn……!
8. Flyttu heim á Selfoss til mömmu og pabba á sumrin, það er alveg pottþétt sparnaðarráð því mamma eldar alltaf á kvöldin og Selfoss er svo lítið og óspennandi að það er ekki séns að þú eyðir neinum peningum í neitt sem hefur skemmtanagildi…..fast skotið?
0 comments:
Post a Comment
<< Home