Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, July 18, 2006

Sláttur

Ég sló grasið í gær. Er búin að horfa á þessa órækt sem garðurinn minn er undanfarnar vikur og hugsa til þess með hryllingi að ég verði að reyna að slá þetta. Nú var svo komið við sögu að ekki þótti mér fært annað en að leigja slátturorf til verksins. Fyrir tilviljun rak ég þá augun í það að húsfélagið í blokkinni minni á þessa fínu slátturvél. Nú þar sem sparnaður er í handraðanum þótti mér ekki annað við hæfi en að athuga hvort sú vél kæmist í gegnum blettinn áður en ég myndi fara og leigja. Þetta er svona rafmagnsslátturvél, einstaklega nett og fín. Það reyndi talsvert á þolinmæði undirritaðar, sem er þó alveg til í bunkum þessa dagana, en þetta hófst allt að lokum og svei mér þá að bletturinn er ekki eins ljótur og ég hélt að hann væri.

Í morgun lá étinn dauður fugl á blettinum. Frú Sigríður var inni í alla nótt svo ég er búin að ákveða að þarna hafi einhver annar köttur fengið sér morgunmat eða nætursnarl. Til öryggis sótthreinsaði ég eyrnasnepilinn.

0 comments:

Post a Comment

<< Home