Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, July 17, 2006

Leikarar mánaðarins

Í júlíblaði blaðsins “Myndir mánaðarins” sem fæst á öllum myndbandaleigum er listi með myndum og nöfnum 30 leikara sem leika í einhverjum myndum sem út koma þennan mánuð. Það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að muna nöfn á leikurum og því síður í hvaða myndum þeir leika. En hér ætla ég að prófa. Ég ætla að reyna að finna aðrar myndir en verið að auglýsa þær í þessu blaði. Vei fyrir að vita, pass fyrir að vera úti!
1. Pierce Brosnan: Ég þekki hann, hann lék einu sinni James Bond og hann lék líka biðilinn í Mrs. Douptfire…..vei!
2. Greg Kinnear: Hmmmm…ég kannast við myndina af honum og man eftir honum í einhverri mynd þar sem hann lék algjöran perra….en pass þar!
3. Queen Latifah: Okei ég hélt að þessi leikari væri karlmaður sem klæddi sig eins og kona og þar að auki hélt ég hún væri klámmyndastjarna….pass!!
4. Gérard Depardieu: Ég veit hann er franskur og hann lék í myndinni French kiss, vá ég trúi því ekki að ég hafi munað þetta…..vei!
5. George Clooney: Meira að segja ég þekki hann vel, man fyrst eftir honum í Bráðavaktinni sem doktor Ross sem tók íslenskar flugfreyjur í skoðun…..vei!
6. Matt Damon: Hann lék í mynd þar sem hann var stærðfræðisnillingur í Boston, Úffff Robin Williams lék í henni líka….man samt ekki nafnið á henni….en þetta verður samt….vei!
7. Matthew McConaughey: How to loose a guy in ten days þar sem hann rymur á mjög sexý hátt, svo lék hann líka í Failure to lunch, fór á hana í bíó….vei!
8. Sarah Jessica Parker: Sex and the city gellan, svo var hún í Family stone sem ég horfði á um daginn og svo líka í Failure to lunch með félaga Matthew….vei!
9. Kathy Bates: Úffff nú skammast ég mín pínu því þessi leikkona hefur verið lengi á markaðanum, hef ekki grænan…..pass!
10. Natalie Portman: Veit hún leikur í V for Vandetta sem er á forsíðunni á blaðinu, samt hálfgert svindl að ég þekki hana þess vegna….en ég þarf á þessu að halda….vei!
11. Hugo Weaving…..who……pass!
12. Sharon Stone: Basic instinct, þar sem hún var brókarlaus….vei!
13. Richard Gere: Ohhh mér finnst hann alltaf svo sjarmerandi þó hann sé aðeins farin að eldast karlinn. Hann leikur í Pretty woman sem ég er búin að horfa nokkrum sinnum á undanfarið……hahaha mætti halda að ég sé ástfanginn (bobb bobb)…vei!
14. Juliette Binoche: ekki grænan….pass!
15. Kate Bosworth: ekki grænan….pass!
16. Felicity Huffman: ekki grænan….pass!
17. Steve Martin: hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, finnst hann vera að gera sig of vitlausan, enda leikur hann oft í svona of vitlausum gamanmyndum. Núna síðast Cheaper by the dozen og hér er verði að auglýsa framhald af henni…..vei!
18. Kevin Kline: ég get svarið það….ekki grænan…..pass!
19. Ewan McGregor: kannast við nafnið en man ekki neitt…..pass!
20. Naomi Watts: ….pass!
21. Benjamin Bratt: var það ekki hann sem var í Miss Congeniality…hann er með skegg á myndinni, en ég held þetta sé rétt hjá mér, þangað til annað kemur í ljós….vei!
22. Dennis Quaid: á að þekkja hann en stend á gati….pass!
23. Rene Russo: …pass!
24. Sissy Spacek….pass!
25. Jeff Daniels: úff það eina sem mér dettur í hug er viskí, en var það ekki Jack….pass!
26. Judi Dench: hún lék líka í James Bond….vei!
27. Bob Hoskins: clueless…pass!
28. Steven Seagal: hann leikur í Under Siege sem ég á hérna upp í hillu….vei!
29. Gary Oldman….pass!
30. Robert Carlyle: …pass!

13 af 30 sem eru minna en 50%....usssss segi ekki frá þessu. Endilega fyllið inn í listann!

1 comments:

  • At 1:49 PM, Blogger Gugga said…

    2. Greg Kinnear - Leikur í Matador með Pierce Brosnan.
    3. Queen Latifah - Er ekki dagdrottning, leikur í lélegum myndum með Steve Martin, tel það fyrir neðan mína virðingu að muna eftir svoleiðis myndum.
    4. Gerard Depardieu - Lék ekki í French Kiss heldur Green Card. Sá sem lék í French Kiss er Kevin Kline sem er númer 18 á listanum.
    9. Kathy Bates - Misery
    11. Hugo leikur V í V for Vendetta. Leikur einnig Mr.Smith í Matrix myndunum
    14. Juliette leikur í Chocolat með Johnny Depp
    15. Kate Bosworth er kærasta Orlando Bloom og leikur í Win a date with Tad Hamilton
    16. Felicity Huffman leikur ofvirku mömmuna í Desperate Houswives.
    18. Eins og áður sagði leikur Kevin í French Kiss og einnig í A Fish Called Wanda.
    19. Ewan McGregor - Trainspotting og Moulan Rouge.
    20. Naomi Watts leikur í Ring
    22. Fyrrverandi Meg Ryan...leikur Jerry Lee Lewis í einhverri mynd um ævi hans.
    23. Rene Russo - Leathal Wepon 3 og 4
    24. Sissy Spacek - The Coleminers Daughter
    25. Jeff Daniels - Var hann ekki í Dumb and Dumber?
    27. Veit ekki í hvaða mynd Bob karlinn leikur.
    29. Gary er besti "vondi kallinn" í heimi. Fifth Element
    30. Robert Carlyle - Full Monty :)

     

Post a Comment

<< Home