Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, August 10, 2006

Að safna í leiki!!

...ég man eftir þegar allir krakkarnir í Holtahverfinu komu saman í Stekkholtinu fyrir framan garðinn hjá Selmu frekju og fóru í leiki. Það sem við hræddumst mest var að boltinn myndi fara inn í garðinn hjá Selmu og hún kæmi brjáluð í hurðina þegar einhver reyndi að ná í hann. Oftast var farið í brennó, frá þessum staur að þessum staur. Minnstu krakkarnir sem skildu ekki leikinn fengu að vera súkkulaði og voru þá aldrei úr. Held það hafi aldrei verið neitt mál hver vann í hvert skipti, við byrjuðum bara strax upp á nýtt. Stundum fórum við í Punktur og króna, það var líka gaman og úfff hvað maður gat hlaupið endalaust. Stundum var líka farið heim til Hafsteins því þar var hægt að fara í yfir, yfir bílskúrinn. Þetta voru gömlu góðu dagarnir þegar sjónvarpið og tölvuleikirnir heilluðu ekki. Ég skora því á ykkur lesendur að koma með mér í brennó í Stekkholtinu, Selma er löngu flutt og þetta yrði frábært skemmtiatriði!!!

Hver nennir í brennó?

0 comments:

Post a Comment

<< Home