Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, August 21, 2006

Sumarið búið!!

Samkvæmt dagatalinu er sumarið ekki alveg búið. Fyrsti vetrardagur ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Allt er ennþá grænt. Fuglarnir syngja ennþá og sólin brosir breiðara en oft áður. Samt er eins og sumarið sé búið. Á morgun mæta börnin mín í skólann. Sum í fyrsta sinn. Önnur eru að snúa aftur. Ég er komin í risastóra stofu með bláum sófa og stórum opnanlegum gluggum. Ég þarf því ekki að mæta í hlýrabol í vinnuna þennan veturinn.

Ég er að vinna í fleiri færslum, kassinn með hugmyndum af skrifum er orðin ansi fullur og kannski sem betur fer að veturinn sé komin því nú hef ég aðeins meiri tíma heima.

Skrifa meira seinna!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home