Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, August 29, 2006

Það sem gefur lífiinu smá lit

....mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt að lesa skrýtnar fréttir, maður getur hlegið endalaust af vitleysisganginum í fullorðnu fólki. Finnst ykkur til dæmis ekki sérkennilegt að fleiri í þessum heimi þjáist af offitu heldur en hungri. Hvernig stendur á því að fullkomið samfélag eins og það sem við búum í getur ekki leiðrétt þetta. Ég til dæmis gæti alveg sleppt því að borða góðan helming af því sem ég borða ef ég myndi vita að það færi með þyrlu og upp í svangan munn í Afríku, nú eða bara í henni Reykjavík.

En jæja ástæða þessara skrifa er frétt sem er að finna á mbl en þar segir frá póstmanni sem rekinn var úr starfi í London fyrir að berjast gegn fjölpósti. Kannski skiljanlegt að karlgreyið vilji reyna að létta töskuna sína sem er ábyggilega mjög þung þegar mörg kíló af fjölpósti er komin í hana. Póstkarlinn stóð sem sagt í útgáfu þar sem kenndi fólki hvernig það gæti losnað við fjölpóstinn þ.e. leiðbeiningar til að losna við ruslið. Fyrir þetta var hann rekinn, enda kannski svolitlir hagsmunaárekstrar þarna á ferðinni. Hefði sennilega ekkert verið sagt við því ef kennari hefði rekið þennan áróður!!!

Ég labbaði með fulla körfu af blöðum í endurvinnslugáminn um helgina. Mig langar í svona leiðbeiningar :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home