Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, August 27, 2006

Eymundson

Ég lenti í skemmtilegu atviki í dag. Ég fór í Smáralind í leit að nýjum inniskóm. Ekki var réttu tegundina að finna í þessari lind Smára. Ég fór því bara í uppáhaldsbúðina, Eymundson og fletti í gegnum bækurnar þar. Finnst alltaf gaman að sjá yfir "skiptibókamarkaðinn" í bókabúðum á þessum tíma. Þarna sá ég Sýklafræðibókina sem ég las í kvöldskóla, Orð af orði eða orðaforði íslenskubókina og hver man ekki eftir "min ven thomas". Það liggur við að manni langi bara aftur í fjölbraut og læra það sem maður gerði ekki á þessum árum. Ég fór til dæmis aldrei í eðlisfræði...ætti ég kannski að skella mér í eðl 103?

En aftur að skemmtilega atvikinu. Þarna er ég renna augnum yfir bókabúnkan þegar ég sé tvo mjög ráðvillta foreldra standa við rekka fullan af alls kyns stílabókum og ritföngum. Það þarf reyndar að fylgja sögunni að foreldrarnir töluðu ekki íslensku og lásu hana pottþétt ekki heldur. Þarna stóðu þau með dóttur sinni sem greinilega var að byrja í skóla og horfðu á innkaupalistann fyrir skólann. Ég veit alveg að ég er oft afskiptasöm en mér fannst þetta bara eitthvað svo sorglegt á að horfa. Ég fór því og bauð fram aðstoð. Fyrst skilaði ég þeim bókum sem í körfuna voru komnar því þær voru ekki að réttum litum. Úr varð að ég gekk um Eymundson með þrjá myndarlega Asíubúa á eftir mér og valdi skóladót fyrir snótina litlu. Mér fannst ég bara gera nokkuð góð kaup og foreldrarnir brostu út að eyrum.

Góðverk dagsins var því búið og þess vegna fylgdi ég gömlu konunni ekki yfir götuna, hún stendur ennþá þarna á gangstéttinni og kemst ekki yfir....hehehe Eitt sinn skáti....aldrei skáti!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home