Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, August 28, 2006

Esjukerling

Ég ákvað í góða veðrinu í gær að heimsækja frú Esju í dag. Var búin að ætla að skreppa á hana alla helgina en úr varð að mánudagurinn væri bestur. Ég fór því með fjallagallann í vinnuna og klukkan sex skellti ég mér í hann og af stað. Eitthvað hafði þó veðrið breyst síðan ég fór inn í skólann klukkan átta um morguninn. En þar sem markið hafði verið sett á Esjuna var ekkert verið að láta það á sig fá.

Ég byrjaði því gönguna í þunnri peysu, stuttum buxum og buffinu góða. Til að byrja með var þetta allt í góðu. Tréin veittu gott skjól fyrir vindinum og ég hlustaði bara á rómantísku tónlistina í spilaranum. Eftir nokkra göngu var ég hætt að heyra í spilaranum og gott ef mér var ekki orðið kalt amk. inn fyrir þunnu peysuna. En áfram skyldi upp, urð og grjót upp í mót, ég skal ekki láta þetta stoppa mig. Þegar vindurinn öskraði í verstu kviðunum og ég beygði mig eins og banani til að standa á móti honum fann ég hvernig stress dagsins fauk í burtu. Vindurinn öskraði enn hærra og ég öskraði bara á móti. Ég hékk bókstaflega á skiltinu sem spurði mig hvort ég vildi fara löngu eða stuttu leiðina. Þá ákvað ég að Kári hefði betur að þessu sinni og snéri við heim, enda varla stætt.

Ég var ein á Esjunni í dag, enginn bíll á stæðinu, engin sem leggur í þessa ferð í svona veðri eða vindum. Ég fór svo í mat hjá systir og þegar ég kom þaðan út var logn - vindurinn búin - frekar svekkjandi finnst ykkur ekki!

En héðan í frá mun Esjan alltaf verða heimsótt klukkan 18 á mánudögum, allir áhugasamir velkomnir með :)

4 comments:

  • At 8:21 AM, Blogger Sveinsína said…

    Þú ert svo dugleg mar, ég er orðlaus yfir þessari orku og sjálfsaga sem þú hefur. Viltu gefa mér smá?

     
  • At 9:50 AM, Blogger Gugga said…

    Já ég væri til í smá slummu af þessu tvennu :)

     
  • At 11:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    ég er til í eina og eina ferð með þér í haust upp á þennan skíthaug eins og eitthvert skáldið kallaði Esjuna...

    Margrét Unnur :-)

     
  • At 10:53 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Það geta allir komist upp Esju, bara taka eitt skref í einu og þá hefst þetta :)

    Magga mín alltaf velkomin á mánudögum klukkan 18 :)

     

Post a Comment

<< Home