Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, August 30, 2006

Að vera nörd...!

Hafið þið hugsað út í það að ef það á að sýna algjört nörd í sjónvarpi er það nörd í meirihluta tilvika með rautt krullað hár, freknur og gleraugu. Verandi hluti af einni "rauðustu" fjölskyldu norðan Alpafjalla hefur mér oft sárnað þessi samlíking. Ef maður er með rautt hár, er maður þá nörd?

Í dag hljóma auglýsingar um knattspyrnuliðið KF nörd á öllum útvarpsstöðum. Þar segja liðsmenn KF nörd frá því hvers vegna þeir séu nördar. Þegar mér leiðist þá horfi ég bara á góða júróvisíon keppni (því þær fást náttúrulega á vídeoleigunni) eða skelli mér í diskógalla. Annar segir jaa ég ræð sudoku. Sá þriðji segir ég fer nú bara í tölvuna. Jæja þá hafið þið það, það að hafa gaman af júróvisíon gerir þig ekki bara gay heldur líka nörd, það að ráða sudoku gerir þig ekki kláran (nota bene ég get ekki ráðið Sudoku) og það að vera í tölvunni gerir þig nörd? Fuck ég er alveg úti! Ég vona að það sé engin rauðhærður í KF nörd. Og svo ég bara spyrji...eru fótboltamenn einhvern tíma nördar?

Um daginn las ég eftirfarandi auglýsingu í fréttablaðinu: Óskum eftir leikurum á aldrinum 11-13 ára til að leika stór hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd. Við leitum að duglegum strák, má hafa sérstakt útlit, jafnvel vera nördalegur...í framhaldi stendur svo Allir rauðhærðir koma þó til greina.

Hvaða foreldri myndi segja við strákinn sinn, komdu litli rauðhærði nördinn minn þú getur leikið í kvikmynd því þú ert með sérstakt útlit.

Alla vega finnst mér gaman að júróvisíon (þó ekki gay) ég ræð krossgátur í stað sudoku og það líður varla einn dagur án þess að ég kveiki á tölvunni. Niðurstaðan er því....Ég er NÖRD og er STOLT af því!

6 comments:

  • At 10:32 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ekki gay en samt hommi?

     
  • At 12:57 AM, Blogger Gugga said…

    En að horfa á Rock Star í sjónvarpinu og tala við vinkonu sína á MSN í leiðinni. Hvað er maður þá?

     
  • At 9:59 AM, Blogger Helena said…

    Guð ég er sko þokkalega NÖRD af bestu gerð.... horfi á júró, ræð sudoku og fer oft í tölvu á dag.... hehehehe

     
  • At 2:54 PM, Anonymous Anonymous said…

    HaHa
    Látum okkur nú sjá... já allar svona söngvakeppnir, er maður meira nörd ef maður horfir líka á framhaldsskólakeppnina?? Tjékk. Sudoku-Tjékk, Tölvur, ég vinn við svoleiðis en ekkert þegar ég er heima. Sumsagt 2 og hálft tékk af 3. = NÖRD
    Held samt að ef að þetta eru viðmiðin þá hljóta flestar konur hér að vera nördar og allavegana helmingurinn af köllunum...
    En það er góð spurning samt hvað er Gugga??? og hvað er manneskja sem er ekki efróvisíón persóna, ræður ekki sudoku og fer ekki í tölvu einu sinni á dag???

    Kv. Anna

     
  • At 8:59 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Það gerist ekki nördalegra en að hanga á msn yfir rockstar um miðja nótt...það er gaman að eiga vini sem eru nördar líka :) Kannski við ættum að stofna HF nörd :)

     
  • At 9:00 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Já alveg rétt ég var víst búin að játa það fyrir ykkar að ég væri hommi....hehehehehehe!!!

     

Post a Comment

<< Home