Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, September 12, 2006

Ímyndunarleikur

Þið skulið ímynda ykkur að þið séuð að fara á stefnumót. Þið klæðið ykkur upp fyrir mótið í nýju fötunum sem þið keyptuð í Kringlunni, þið farið jafnvel og látið fixa á ykkur hárið og make up-ið og svo framvegis. Loksins líður að stefnumótinu og þið hittið félaga ykkar á fjölförnum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Þið pantið ykkur mat og fáið ykkur rauðvín með. Þegar forrétturinn kemur á borið takið þið eftir því að það eru litlir vatnspollar á gólfinu. Þið spáið ekki mikið í það, haldið kannski að einver hafi bara hellt niður. Þegar aðalrétturinn kemur á borðið er vatnsyfirborðið á gólfinu búið að hækka nokkuð svo mikið að þið eruð farin að standa í polli, en þar sem þið eruð í skóm spáið þið ekki mikið í það, og það gerir heldur enginn annar á veitingahúsinu.

Nú þegar þið eruð búin að kyngja síðustu bitunum af aðalréttinum getið þið ekki lengur orða bundist og ákveðið að spyrja hvað sé eiginlega með allt þetta vatn? Þjónninn segir með bros á vör...æ þetta er ekkert alvarlegt það var bara einhver sem var að leika sér af því að stífla klósettið með því að troða klósettrúllu ofan í það. Svo bætir þjónninn við, við vorum að hugsa um að loka en svo sáum við að allir voru að njóta matarins svo mikið að við ákváðum bara að láta þetta vera. En ef þetta angrar ykkur skal ég lána ykkur skúringagræjur og þið getið þrifið þetta upp áður en þið fáið eftirréttinn!!

Spurt er: mynduð þið vilja borða á þessu veitingahúsi? og til að árétta þetta, þá gerðist þetta á skemmtistað reyndar ekki veitingastað í miðborginni um síðustu helgi og eigendur sáu ekki ástæðu til að gera neitt í málunum þó staðurinn færi á flot. Mynduð þið vilja skemmta ykkur þar?

1 comments:

  • At 8:37 AM, Blogger Gugga said…

    Nei ekki aldeilis....standa í klóaki upp að ökla á veitingahúsi....jakk. Plís ekki segja mér að þetta hafi verið á Vegamótum :(

     

Post a Comment

<< Home