Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, September 19, 2006

Aulaverðlaun dagsins!

Ég ætla að skrifa um vinnuna í þessari færslu þó ekki um nein börn svo þetta er lestrarhæft hverjum sem er. Nú þannig er mál með vexti að skólinn sem ég er að vinna í er lítið útibú frá öðrum stærri þarna í Grafarholtinu. Í skólanum fylgjum við annarri stefnu heldur en flestir þekkja. Eitt af því sem við gerum er að búta alla stærðfræði niður í margar smærri einingar og setjum inn alls konar efni til að dýpka skilning á einstökum þáttum. Þetta aukaefni er geymt skýrt og skilmerkilega í möppu inni á kennaraherbergi sem við ljósritum svo úr svo allir hafi verkefni við sitt hæfi.

Einhvern vegin gerðist það undir vor að frumrita mappann á kennaraherberginu fór að ruglast, svo erfitt var að sjá nákvæmlega hvernig og hvenær átti að nota tiltekið efni. Janus ákvað því að taka til sinna ráða og fékk lánaða frumrita möppuna sem til var í stóra útibúinu og til að vera alveg viss að allt yrði rétt, byrjaði Janus á því að henda öllum blöðunum og bókunum sem til voru í gömlu "rugluðu" möppunni. Svo eyddi Janus nokkrum tímum í það að ljósrita ný verkefni og raða þeim fallega í nýja möppu. Var bara svona þokkalegur sáttur með þetta og hafði fyrir vikið mikið betri yfirsýn yfir það sem til var. Eftir þetta var möppunni úr stóra skólanum skilað og Janus setti sína möppu upp í hillu.

Ég fékk því meira en pínulítið sjokk þegar ég fékk símtal þar sem kennari í stóra skólanum tjáði mér að þetta væri vitlaus mappa, það vantaði þetta og hitt í hana. Oh fuck, getið þið ímyndað ykkur hvernig þessi færsla kemur til með að enda??

Jú í þessari fínu skipulagningu tókst Janus að henda frumritamöppunni úr stóra skólanum og ljósrita svo upp sína gömlu "rugluðu" möppu.....og nú eru góð ráð dýr skal ég segja ykkur.... fuck!

1 comments:

Post a Comment

<< Home