Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, October 10, 2006

fundur og göngur

Jæja sæl verið þið þá er að standa við stóru orðin og fara að skrifa eitthvað af viti hér inn. Ég fór á ægilega merkilegan fund í dag þar sem rætt var um skólastefnu Reykjavíkurborgar, hvernig er hægt að gera góða skóla betri. Þarna voru saman komnir kennarar úr nokkrum skólum sem allir höfðu sínar skoðanir á rekstrarleiðum þessara ágæta stofnanna sem heita grunnskólar. Þetta var skemmtilegt og niðurstaðan ekki að verri endanum. Bekkirnir eru of stórir, húsin eru of lítil, börnin eru of óþekk og launin eru of lág!!! Hefðum svo sem getað sagt okkur þetta fyrir fundinn en þarna var það komið á prent.

Ég fór í fjallgöngu um síðustu helgi. Gekk um á Hengilsvæðinu og upp á þúst sem heitir Skeggi og teygir sig einhverja 800 metra upp til guðs. Þetta var skemmtilegt ferð með góðum og stórum hóp af fólki. Verst var rokið sem gerði það einfalda verk að standa í fæturna á tindinum frekar krefjandi. En annars var þetta fínt því ekkert var um vatnsgusur úr himninum með þessu hífandi logni. Svo dansaði ég rassinn úr buxunum eða blöðruna af hælnum.

Þangað til síðar.....munið að ef það rignir er ekki vitlaust að vera í regngalla :)

2 comments:

Post a Comment

<< Home