Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, November 08, 2006

Er ekki allt í lagi með nöfnin í dag?

Ég fann þetta á netinu og gat ekki annað en að láta þetta hér.

Er ekki orðið tímabært að færa lestrarbækurnar hjá ungviðinu til nútímans svo börnin finni sig.Tökum dæmi:

Bekkjarafmæli.
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða tók á móti þeim. Þarna voru Linda Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#&/(!Z#$=!. Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín.? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.

Hún var orðin alltof sein í afmælið..

Ég læt þessu lokið að sinni!

1 comments:

  • At 9:43 AM, Blogger Gugga said…

    Hér eru nokkur nöfn í viðbót sem eru leyfileg.
    Skíði, Skúta, Smiður, Ljótur, Leiðólfur, Dufgus, Dufþakur, Engill, Angi, Beitir, Dreki, Dvalinn, Hrappur, Kristall, Kort, Ljúfur, Ljósálfur, Nóvember, Neptúnus, Ósvífur, Saxi, Smyrill, Uggi, Vom, Þjálfi.
    Og þar af leiðandi þessar samsetningar:
    Ljótur Leiðólfur
    Ljótur Drengur
    Ljúfur Drengur
    Ljúfur Ljósálfur
    Skúta Smiður (um Skútu Smið)
    Skíði Þjálfi (um Skíða Þjálfa)
    Gabríel Engill (Gabríel er nú gott og gilt nafn samt sem áður)
    Egill Kristall (til Egils Kristals)

    Tek fram að þetta eru einungis drengjanöfn (stal þessu af bloggi einnar sem var að leita að nafni á strákinn sinn).

     

Post a Comment

<< Home