Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, October 27, 2006

Ekki lengur laus.

Já þá er henni lokið þessari viku í nánum kynnum við karlmann. Þessi karlmaður er mjög jarðbundinn og glansar hreinlega af hreysti. Hann er reyndar svolítið staðfastur og satt að segja helst til einhæfur. Þó karlmannsleysi hafi oft þjakað undirritaða get ég með fullri vissu sagt að þennan karlmann vill ég ekkli lengur í mitt auma líf.

Þannig er mál með vexti að á að aðfaranótt þriðjudagsins byrjar þessi vonandi stutta ástarsaga. Alla þriðjudagsnóttina gat ég ekki slitið mig frá þessum cool karlmanni og með herkjum komst ég í vinnuna morgunin eftir. Hugsunin um hann ein og sér truflaði vinnuna og því gat ég ekki klárað daginn heldur fór heim um hádegi til þess eins að komast aftur í faðmn hans. Allur þriðjudagurinn fór svo í náin ástaratlot og faðmanir af grófasta tagi...habba, habba. Á miðvikudagmorgun fór því bara mjög sátt og fullnægð í vinnuna. En þegar líða fór á daginn reikaði hugurinn ósjálfrátt aftur til hans og þegar úr vinnunni var komið þýddi ekkert annað en að henda sér í faðm hans og njóta hans það sem eftir lifði kvölds. Fimmtudagurinn var eins því ég gat hreinlega ekki slitið mig frá honum og lítið varð úr svefni þá nóttina því það er full vinna að standa í faðmlögum við þennan gaur.

Í dag föstudag fann ég að nóg var komið. Ég fór því heim úr vinnunni rúmlega tíu og eyddi nokkrum stundum í faðmi hans. Um kaffi sleit ég samvistum við hann. Ég get hreinlega ekki látið þennan mann stjórna mér lengur. Ég er alveg búin að fá nóg af honum. Karlmannsleysi eða ekki karlmannsleysi, ég vil þig ekki lengur herra GUSTAVSBERG.

Dauði og djöfull, ég er búin að vera með gubbabest í fimm daga.

2 comments:

  • At 6:11 PM, Blogger Helena said…

    Ég hélt að ég væri að lesa þvílíku ástarsöguna... hvort einhver hönk hefði hringt í þig til að panta leigó um helgina og fallið fyrir fallegri rödd þinni.... en æi dúllan mín, agalegt að vera með svona gubbupest en sem betur fer stendur Gustavsberg fyrir sínu á svona stundum... stendur eins og klettur með manni sem sumir myndu ekki gera..... hehehe góðan bata

     
  • At 6:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    shit ég var svaka spennt kv Guðbjörg K

     

Post a Comment

<< Home