Að skemmta sér
Ég vaknaði í morgun, pínu ryðguð eftir atburði næturinnar. Uppi í rúmi fór ég að hugsa upp hvað ég gæti gert í dag til að dagurinn yrði skemmtilegur. Svona virkuðu hausinn á mér í dag.
1. Ég ætti að kveikja á einhverri hressri tónlist, rífa fram ryksuguna og dansinn nakin um gólfið með suguna og ná þannig úr mér síðustu dropum mjöðsins. Í stuttu máli þýðir þetta sem sagt að ég hefði getað þrifið hjá mér.
2. Fara í fjallgöngu.
3. Leggjast í grasið með vasaljósið á símanum og þykjast vera sjálflýsandi ormur.
4. Fara að heimsækja eitthvað skemmtilegt fólk og sníkja hjá því kex og osta :)
5. Liggja áfram í rúminu og gera akkúrat ekki neitt.
....en þar sem hausinn náði bráðlega áttum var ákvörðun tekin um að fara niður í bæ með Gunnu systir og strákunum hennar til að gefa öndunum brauð. Það voru því miður fáar endur, meiri svona máfa-ógeð. Svo fylgdumst við með Frjálslynda flokknum og Samfylkingu gefa pylsur, auðvitað ekki á sama stað og hoppuðum eins og brjálæðingar í hoppukastalanum :)
Svei mér, þetta var bara góður dagur.
1. Ég ætti að kveikja á einhverri hressri tónlist, rífa fram ryksuguna og dansinn nakin um gólfið með suguna og ná þannig úr mér síðustu dropum mjöðsins. Í stuttu máli þýðir þetta sem sagt að ég hefði getað þrifið hjá mér.
2. Fara í fjallgöngu.
3. Leggjast í grasið með vasaljósið á símanum og þykjast vera sjálflýsandi ormur.
4. Fara að heimsækja eitthvað skemmtilegt fólk og sníkja hjá því kex og osta :)
5. Liggja áfram í rúminu og gera akkúrat ekki neitt.
....en þar sem hausinn náði bráðlega áttum var ákvörðun tekin um að fara niður í bæ með Gunnu systir og strákunum hennar til að gefa öndunum brauð. Það voru því miður fáar endur, meiri svona máfa-ógeð. Svo fylgdumst við með Frjálslynda flokknum og Samfylkingu gefa pylsur, auðvitað ekki á sama stað og hoppuðum eins og brjálæðingar í hoppukastalanum :)
Svei mér, þetta var bara góður dagur.
0 comments:
Post a Comment
<< Home