Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, May 15, 2007

Grímannsfell

Ég fór í skólaferðalag í dag með 70 börnum og kennurum. Við fórum í fjöruna á Eyri sem ég verð að segja að sé skemmtilegasta fjara sem ég hef komið í. Þar fundu krakkarnir endalaust af kröbbum, skeljum, kuðungum og hörpudiskum og svo fundust meira að segja krossfiskar í heilu lagi. Geggjuð stund þarna í fjörunni.

Svo fórum við í sveitaheimsókn í Miðdal og svo heim.

Ég og Soffía fórum svo í vikulegu fjallgönguna okkar, nú á fjallið Grímannsfell í Mosfellsdalnum. Ágættis fjall, ég var ekki nógu vel klædd og sit ennþá núna klukkutíma eftir heimkomu með gæsahúð og skjálfta, er búin að fara í heita sturtu, blása vel hárið með blásaranum, fara í þykku náttfötin mín, lopasokka, undir teppi, kveikt á kertum og svo framvegis.....svei mér þá það væri ljúft að hafa einhvern til að kúra hjá í nótt, einhver sem býður sig fram til að halda á mér hita? ....brrrrr!!!!!!!!!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home