Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, May 05, 2007

Þegar fólk stenst væntingar.

Flest fólk í þessum heimi á samskipti við annað fólk. Ég er ekkert frábrugðin því og hef á degi hverjum degi samskipti við fjölda annarra, bæði börn og fullorðna. Í samskiptum við annað fólk gerir maður sér ákveðnar væntingar gagnvart því. Í flestum tilvikum býst maður við góðu af fólki, maður hefur jú þann kost í flestum tilfellum að klippa á samskipti við það fólk sem maður býst ekki við neinu góðu frá, suma situr maður uppi með hvort sem manni líkar betur eða verr. Maður verður þá líka að sætta sig við að fá einhvern skít frá þessu fólki.

Verst finnst mér þegar það fólk sem ég álít vini míni stenst ekki væntingar. Maður er stundum svo vitlaus að halda að fólk sem manni þykir vænt um, geti talað niður til manns og jafnvel hunsað þegar því hentar, jafnvel ítrekað. Maður vill að vinir manns standi undir þeim væntingum sem maður gerir til þeirra og gefur þeim alltaf fleiri og fleiri tækifæri þó maður viti innst inni að þeir munu stinga mann í bakið ef þeim hentar það á þeim tíma.....eru þetta fáránlega djúpar pælingar eða hvað?

Svo eru það þeir sem maður umgengst ekki en fær samt fréttir af þar sem þeir gera nákvæmlega það sem maður bjóst við af þeim. Hvernig stendur þá á því að maður verður svekktur? Þegar einhver gerir það sem maður veit að hann mun gera?

Skýringin er auðvitað skýr fyrir mér. Ég vil að fólk sem mér er kært standi undir væntingum. Ég vildi bara óska að ég myndi alltaf geta gert væntingar mínar jákvæðar, ég er því svekkt út í sjálfa mig og aðra sem standast neikvæðar væntingar.

En við þessu er ekkert að gera. Ég beygi mig undir vilja sumra kunningja minna meðan ég gef skít hina, ég ber þessar neikvæðu væntingar með mér og vona að einn daginn standist þetta fólk þær ekki. Það verður gleðidagur í Jönu-heila.

Góðar stundir.

1 comments:

  • At 8:45 PM, Blogger Jökulnornin said…

    "Maður er stundum svo vitlaus að halda að fólk sem manni þykir vænt um, geti talað niður til manns og jafnvel hunsað þegar því hentar, jafnvel ítrekað" ... ég skil ekki alveg?
    Ég vona þó að ég hafi ekki brugðist þér.

     

Post a Comment

<< Home