Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, May 08, 2007

Óvæntur gestur í sófanum

Í gærkvöldi. Ég náði í tannburstann minn og byrjaði að bursta tennurnar. Í sjónvarpinu var Jay Leno. Ég geng inn í stofu og bursta að áfergju, geng að sófanum og fleygi mér í hann. Um leið og botninn lendir á sófanum finn ég að það er eitthvað í sófanum, eitthvað sem hreyfist og iðar undir botninum á mér. Ég hendist upp úr sófanum og kötturinn minn stekkur út á gólf. Þar stendur hún og horfir á mig með ljóta augnaráðinu sínu. Úr svip hennar mátti lesa frasan "hlussan þín þú hlunkaðist ofan á mig, ég sat þarna á undan þér".

Ég ætlaði náttúrulega að taka köttinn upp og klappa honum eftir þessa meðferð en hún fór bara undir rúm og svaf þar í nótt.....held hún hafi ekki hlotið mikinn skaða af þessu nema þá að vera nokkrum sentimetra grennri :)

Úbssss aumingja frú Sigríður.

1 comments:

  • At 10:33 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ elsku frænka

    Æ, aumingja frú Sigríður. Veit greinilega aldrei hverju hún á von á frá húsbónda sínum.

    En.......ég meina það Jana....hún er nú einusinni frú, með meiru og verðskuldar ekki svona ágang

    Knús
    Anna M

     

Post a Comment

<< Home