Helgin þessi...
Ég var búin að plana það að gera nákvæmlega ekki neitt um helgina, nema kannski að tölta í smá gönguferðir. En þannig fór það ekki alveg.
Eftir vinnu á föstudaginn hjólaði ég heim og lagðist upp í sófa og las eina bók um Ísfólkið, bók númer 25. Ég fór svo í gönguferð með Ingveldi og endurnýjaði krafta hugans. Við fórum svo út að borða um kvöldið, kíktum aðeins á barinn, ég keyrði svo heim og var komin í ból snemma.
Á laugardaginn vaknaði ég um klukkan tíu og las eina bók um Ísfólkið, númer 26. Ég þreif svo íbúðina mína og ryksugaði köttinn sem er hreinlega að drepa mig lifandi úr hárum þessa vordaga. Ég fór svo og keypti nýja gardýnu í svefnherbergið mitt, tölti upp á Esju með mömmu minni. Brunaði svo á Stokkseyri í afmælismat hjá Önnu mágkonu minni. Þar sem ég borða ekki humar sem þessi veitingasaður er frægur fyrir pantaði ég eina kjötmeti á matseðlinum. Ég fæ svo diskinn á borðið, geggjað girnilegt. Ég sker feitan fullkomin bita, tek kartöflu með og smá salat og lyfti honum í átt að munninum og.....við mér blasir þetta líka feita, ljóta ógirnilega hár, beint inn í steikinni minni.....OJ!! Mátti bíða eftir nýrri steik meðan hinir borðuðu.
Ég fór svo í pottinn með fullt af hvítvíni og vodka og vaknaði með þessa líku fínu helgarveiki í morgun.....búin að vera drusla í dag og jú auðvitað búin að lesa eina bók enn af Ísfólkinu , bók númer 27.....þegar upp var staðið var þetta mjög skemmtileg helgi. Ég hef því ákveðið að næstu helgi ætla ég heldur ekki að gera neitt.....ég hlakka bara til.
Eftir vinnu á föstudaginn hjólaði ég heim og lagðist upp í sófa og las eina bók um Ísfólkið, bók númer 25. Ég fór svo í gönguferð með Ingveldi og endurnýjaði krafta hugans. Við fórum svo út að borða um kvöldið, kíktum aðeins á barinn, ég keyrði svo heim og var komin í ból snemma.
Á laugardaginn vaknaði ég um klukkan tíu og las eina bók um Ísfólkið, númer 26. Ég þreif svo íbúðina mína og ryksugaði köttinn sem er hreinlega að drepa mig lifandi úr hárum þessa vordaga. Ég fór svo og keypti nýja gardýnu í svefnherbergið mitt, tölti upp á Esju með mömmu minni. Brunaði svo á Stokkseyri í afmælismat hjá Önnu mágkonu minni. Þar sem ég borða ekki humar sem þessi veitingasaður er frægur fyrir pantaði ég eina kjötmeti á matseðlinum. Ég fæ svo diskinn á borðið, geggjað girnilegt. Ég sker feitan fullkomin bita, tek kartöflu með og smá salat og lyfti honum í átt að munninum og.....við mér blasir þetta líka feita, ljóta ógirnilega hár, beint inn í steikinni minni.....OJ!! Mátti bíða eftir nýrri steik meðan hinir borðuðu.
Ég fór svo í pottinn með fullt af hvítvíni og vodka og vaknaði með þessa líku fínu helgarveiki í morgun.....búin að vera drusla í dag og jú auðvitað búin að lesa eina bók enn af Ísfólkinu , bók númer 27.....þegar upp var staðið var þetta mjög skemmtileg helgi. Ég hef því ákveðið að næstu helgi ætla ég heldur ekki að gera neitt.....ég hlakka bara til.
0 comments:
Post a Comment
<< Home