Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, May 20, 2007

Skókaup

Sælir félagar!
Fyrir nokkrum mánuðum síðan keypti ég mér nýja gönguskó og urðu fyrir valinu margumtalaðir og dáðir skór sem bera nafnið scarpa, held þeir séu ítalskir án þess að það sé eitthvað aðalatriði. Síðan þessi fjárfesting var gerð hef ég gert margar heiðarlegar tilraunir til þess að venja minn dýrmæta prinsessufót við skóinn. Þær tilraunir hafa allar endað með ósköpum svo vægt sé til orða tekið. Síðasta ganga skyldi hælinn eftir í henglum, blöðrur og blóð. Hvað á maður að gera í svona aðstæðum?

Eftir miklar vangaveltur og fjárstuðning úr óvæntri átt fór ég í dag og keypti mér nýja gönguskó. Fjárfesting sem ég mun ekki sjá eftir. Ég keypti mér nýja tegund af skóm í dag, skó sem heita Meindl Island og það er eins og ég sé komin heim þegar ég sting fótunum í þá. Á þriðjudaginn mun ég prófa skóna í göngu vikunnur og veit að núna verður þetta allt gott. Hornstrandir here I come :)

Auglýsing: Til sölu nánast nýjir Scarpa gönguskór númer 39 og 1/2. Kosta nýjir 25.000. Tilboð óskast :)

2 comments:

  • At 6:14 PM, Blogger Jökulnornin said…

    Já, konurnar í minni fjölskyldu eiga allar Meindl og eru "ógeðslega" ánægðar með þá. Þeir eru svo mjúkir og þægilegir. Ég á Scarpa (sem undarlegt en satt þýðir skór) og er ánægð með þá. Til hamingju með nýju skóna, megi þeir verja fætur þína kulda og vosbúð en bera þig um og yfir fjöll og fyrnindi :o)

     
  • At 1:04 PM, Anonymous Anonymous said…

    Varstu búin að losa þig við skóna? Það er ein hérna í vinnunni sem væri alveg til í að máta þá. Viltu ekki bara kíkja til mín með þá og svo sjáum við til hvort þeir passa henni?
    Kv. Bríet.

     

Post a Comment

<< Home