Dagsverkið!
Ég sat svo heillengi yfir þessari blessuðu tölvu og reyndi að klúðra saman fyrsta foreldrabréfinu mínu. Var greinilega overdú á hugmyndum því bréfið hljómaði alltaf eins og lélegur einkamáls - lýsing á sjálfri mér. Bla, bla ungur kennari með mikinn áhuga á lestri og hvernig best er að kenna hann. Ble! Hefði verið gáfulegra á þeim tímapunkti að smella sér í hjólatúr og anda að sér fersku lofti.....en pantaði frekar pitsu því ég nennti ekki í föt.
Fáránlegir dagar. Fílaflutningar í Afríku mistókust. Múkkarnir eiga eftir að smita okkur öll af fuglaflensu. Ronaldo er sennilega dópisti og síðast en ekki síst leitin að næstu Idol stjörnu er hafin. Giska á að sú stjarna verði karlkyns eða samkynhneigð pottþétt yfir kjörþyngd með sítt hár og svona rokkara rödd. Á eftir að slá upp með bumbubandi á Pakkhúsinu þegar fram líða stundir.
Maður verður að passa sig að segja ekkert um þá feðga eða aðra sem halda heimsveldinu Íslandi á floti annars yrði maður bara rekin á staðnum. Það væri kannski ekki það versta í stöðunni, eða hvað? Hvað er í gangi á þessu skeri, einn drepinn og annar stunginn? einhverjir voguðu sér að slíta niður ríkisfánan á Stjórnarráðinu sem flaggað var til heiðurs manni sem verið var að bera til grafar - þetta á víst ennþá að heita friðsamleg mótmæli! Já ég er ekki viss um að ég treysti fólki, sem sýnir slíka vanvirðinu, fyrir landinu mínu og fólkinu sem í því býr - ....og svo ef einhver segir of mikið er hann bara rekinn, hent með fréttum gærdagsins. Hjúkk að þeir sendu ekki RÚV handrukkarann á eftir aumingja fréttaritarnum sem hélt að hann mætti hafa skoðun eftir klukkan fimm - nei þú skalt vera skoðanalaus þú aumi starfsmaður á skítalaunum. Ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað stóð í þessari bloggfærslu, er alveg viss um að á netinu finnast mörg verri ummæli en þarna komu fram - út af athyglinni fær þetta meiri athygli.
...og enn styttist, kannski bara að kellan sé flutt út nú þegar?
...og haldið þið bara ekki að það sé óska, óska gullmoli á leiðinni
- vá hvað það verður frábært að fylgjast með þeim einstaklingi stækka.
Langar mikið að fara á tónleika um næstu helgi í Laugardalshöllinni og svo aftur um þarnæstu helgi í Fíladelfíu.......... Men in uniforms, stenst það ekki! Hverjum langar?
...Að auki bíð ég þeim upp á bjór sem nenna að eyða næstu helgi í að hjálpa mér að mála og þrífa! JEI!