Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, August 28, 2005

Dagsverkið!

Einn tilgangslausasti laugardagur í háa herrans tíð. Ég horfði á heila Friends- seríu og eina dvd mynd að auki. Meðan á þessari sýningu stóð föndraði ég lestrarbækur í massavís, litaði og prentaði út myndir til að gera þessar lestrarbækur spennandi. Ég skipti í hópa, fann efni fyrir hvern hóp, skipulagði, skipulagði og skipulagði. Á að byrja að kenna heimilisfræði á þriðjudaginn og já, já með smá stresskúlu yfir því....ekki eitthvað sem ég hélt að ég ætti eftir að gera.

Ég sat svo heillengi yfir þessari blessuðu tölvu og reyndi að klúðra saman fyrsta foreldrabréfinu mínu. Var greinilega overdú á hugmyndum því bréfið hljómaði alltaf eins og lélegur einkamáls - lýsing á sjálfri mér. Bla, bla ungur kennari með mikinn áhuga á lestri og hvernig best er að kenna hann. Ble! Hefði verið gáfulegra á þeim tímapunkti að smella sér í hjólatúr og anda að sér fersku lofti.....en pantaði frekar pitsu því ég nennti ekki í föt.

Fáránlegir dagar. Fílaflutningar í Afríku mistókust. Múkkarnir eiga eftir að smita okkur öll af fuglaflensu. Ronaldo er sennilega dópisti og síðast en ekki síst leitin að næstu Idol stjörnu er hafin. Giska á að sú stjarna verði karlkyns eða samkynhneigð pottþétt yfir kjörþyngd með sítt hár og svona rokkara rödd. Á eftir að slá upp með bumbubandi á Pakkhúsinu þegar fram líða stundir.

Maður verður að passa sig að segja ekkert um þá feðga eða aðra sem halda heimsveldinu Íslandi á floti annars yrði maður bara rekin á staðnum. Það væri kannski ekki það versta í stöðunni, eða hvað? Hvað er í gangi á þessu skeri, einn drepinn og annar stunginn? einhverjir voguðu sér að slíta niður ríkisfánan á Stjórnarráðinu sem flaggað var til heiðurs manni sem verið var að bera til grafar - þetta á víst ennþá að heita friðsamleg mótmæli! Já ég er ekki viss um að ég treysti fólki, sem sýnir slíka vanvirðinu, fyrir landinu mínu og fólkinu sem í því býr - ....og svo ef einhver segir of mikið er hann bara rekinn, hent með fréttum gærdagsins. Hjúkk að þeir sendu ekki RÚV handrukkarann á eftir aumingja fréttaritarnum sem hélt að hann mætti hafa skoðun eftir klukkan fimm - nei þú skalt vera skoðanalaus þú aumi starfsmaður á skítalaunum. Ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað stóð í þessari bloggfærslu, er alveg viss um að á netinu finnast mörg verri ummæli en þarna komu fram - út af athyglinni fær þetta meiri athygli.

...og enn styttist, kannski bara að kellan sé flutt út nú þegar?

...og haldið þið bara ekki að það sé óska, óska gullmoli á leiðinni
- vá hvað það verður frábært að fylgjast með þeim einstaklingi stækka.

Langar mikið að fara á tónleika um næstu helgi í Laugardalshöllinni og svo aftur um þarnæstu helgi í Fíladelfíu.......... Men in uniforms, stenst það ekki! Hverjum langar?

...Að auki bíð ég þeim upp á bjór sem nenna að eyða næstu helgi í að hjálpa mér að mála og þrífa! JEI!

Tuesday, August 23, 2005

Gáta?

Hvað er flóknara en að fá tuttugu nemendur í fyrsta bekk að hausti?

Jú! að fá tuttugu nemendur - 13 úr fyrsta bekk og 7 úr öðrum í sama bekk að hausti. Þá er í enn fleiri horn að líta - ég held ég búi í tuttugu hyrningi núna. Eiginlega svona 28 hyrningi.

Og já viti menn klukkan er 22:19 og ég er ennþá að klippa og líma, sem þýðir að ég er búin að vinna í rúmlega 14 tíma í dag þar af rúmlega sex tíma án þess að fá borgað fyrir....jamm það er svo frábært að vera kennari!!!!!

Í dag kynntist ég samt 20 + börnum, öll yndisleg á sinn hátt, eða einhvern hátt. Nokkrir verðandi undir vængnum skjólstæðingar - það væri nú gaman að fá bekk sem ekki hefði neinum svona brotnum einstaklingum á að skipa.

....later!

Saturday, August 20, 2005

Gaman, gaman!!











The Keys to Your Heart



You are attracted to those who are unbridled, untrammeled, and free.

In love, you feel the most alive when your lover is creative and never lets you feel bored.

You'd like to your lover to think you are stylish and alluring.

You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.

Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with.

Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.

You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage.

In this moment, you think of love as commitment. Love only works when both people are totally devoted.


Wednesday, August 17, 2005

Skúra-skóli

Á lóðina var skellt nokkrum gömlum skúrum, á milli þeirra eru smíðaðir gangar, upp úr gömlum skúrum. Á veggina er klínt málningu. Á gólfið er límdur dúkkur. Á veggina eru festir snagar. Í veggina er dregið rafmagn. Yfir skúrunum kúrir þráðlaust net. Í stofurnar eru settir veggir. Í götin er troðið kítti. Á þökin eru settar fleiri bárujárnsplötur. Rykið er skúrað í burtu. Í skúrana koma borð. Í skúrana koma stólar. Í skúrana koma kennarar. Skúrarnir fyllast af röddum. Raddirnar fleygja fram hugmyndum. Gerum svona, gerum svona. Innan skamms fyllist skólinn af börnum. Með börnunum kemur hlátur. Með hlátrinum gleðst sálin. Með gleði og hlátri verður til skóli. Skóli með sál.

Það er hola sem Janus stendur á núna. Já, það er eins og Janus sé að kenna í fyrsta sinn, hvernig á eiginlega að kenna þegar ekki eru ákveðnir stærðfræðitímar, íslenskutímar, náttúrufræði, samfélagsfræði...já kenndu þetta allt í þema. Jamm ég er að læra upp á nýtt og svei mér þá að manni finnist ekki eins og manni sé ögrað....hvers vegna? Hef alveg búið til þúsund nýjar heila-stöðva-svæða-skipulags-þemu í hausnum á mér. Úffffffffffff! Spurningin stóra er sú, skyldi ég nú getað losað mig við alla vangallana sem mér finnst vera á kennslunni í hefðbundna kerfinu? Ekkert betra eða verra, bara öðruvísi.

Meiri fréttir? Ég er aðeins 10 mínútur að hjóla heim til mín úr vinnunni - fór í hjólatúr í dag og mældi það. Er reyndar tæplega 20 mínútur að hjóla í vinnuna því þessar brekkur í Grafarholtinu eru svolítið vígalegar - sérstaklega þegar vantar loft í dekkin á hjólinu...það er engin bensínstöð á þessari leið. Er búin að velja málningu á íbúðina, ætla að hafa svona svona ljósgráa eins og íbúðin í Keflavík var, baðið (þar sem ekki eru flísar) á að vera blátt í stíl við nýju klósettsetuna mína sem er bara töff....! Svo verða önnur rými hvít - alla sem sagt ekki að hafa stofuna GULA og svefnherbergið RAUTT.

Er alveg orðin fulle-fimm á fartölvunni og fordómarnir minnka með hverjum degi. Mið bráðvantar möppurnar mínar í kennsluna, maður þarf alveg að vera í berjamó í hausnum á sér allan liðlangan daginn..... :)

Svoleiðis er nú það.....heyrumst.

Friday, August 12, 2005

Fróður leikur!

  • Vissuð þið í einu glasi af Nektar er dagsskammtur af c-vítamíni?
  • Vissuð þið að þegar ég keyri á bílnum hans Sigga sem hefur einkanúmerið Maniac er hlegið að mér?
  • Vissuð þið að í dag var keppt í kringlukasti hvorukyns á HM - dæmi nú hver sem vill?
  • Vissuð þið að líterinn af bensíni kostar 118 krónur?
  • Vissuð þið að það eru einungis 18 dagar þangað til ég fæ sólgulu/rauðu íbúðina mína?
  • Vissuð þið að Tinna frænka er alveg að fara að fjölga mannkyninu?
  • Vissuð þið að í dag lærði ég á fjórða póstforritið mitt, úr fjórum skólum, þarf ekki að samræma svona kerfi?
  • Vissuð þið að ALLIR kennarar og ÖLL grunnskólabörn í Reykjavík eiga sitt netfang á skólanetinu?
  • Vissuð þið að þrátt fyrir 25 Kristjönur í kerfinu er netfangið mitt Kristjana? Magnað?
  • Vissuð þið að bíómyndin um Herbie er svona blast to the past mynd?
  • Vissuð þið að Laugardælahringurinn verður alltaf styttri og styttri með hverjum deginum?
  • Vissuð þið að ég kemst ekki í maraþonið því þá er ég að skemmta í brúðkaupi?
  • Vissuð þið að ég er búin að selja enn einn námsefnispakkann minn, fer vel í budduna?
  • Vissuð þið að ég er í fríi á morgun?
  • Vissuð þið að elsku litli bróðir minn varð 23 ára í dag?
  • ..og vissið þið ég ætla að sofa í tjaldi í storminum um helgina?

Wednesday, August 10, 2005

Vinnið og fleira!!

Jamm þá er maður bara komin í vinnugírinn. Búin að sitja á mis-fróðlegum fyrirlestrum síðustu þrjá daga, með harðsperrur í rassinum, hausverk í hausnum (en ekki hvar) og með fiðring í fótunum - vísa nú bara á bola og segi ég myndi andast ef ég ætti að sitja á rassinum alla daga....hreinlega gefa upp öndina og kaupa mér gæs. Líst ágætlega á nýja vinnustaðinn, finnst reyndar mjög fyndið að ég með mína fjögra ára reynslu skuli vera reyndasti kennarinn á mínum vinnustað, með alveg fjórum árum lengri reynslu en allir hinir kennararnir, sem eru nú reyndar ekki nema sex!!!!!

Í mínu teymi, sem sagt 1. og 2. bekkjar teymi sem samanstendur af 9 kennurum úr Ingunnarskóla og Sæmundarseli, er ég samt langt frá því að vera elst, er alveg 9 árum yngri en næsti kennari....þetta batnar nú samt með hverju árinu og sá dagur mun renna upp sem Janus er allt í einu orðin gömul kennslukona með gleraugu og kaffilykt....oj

Upplifði skemmtilegt momment í dag. Þar sem Harry Potter er lokið (grrrrr hvað minns varð svekktur yfir sögulokum í þeirri bók), var ekki seinna vænna en að fara og ná sér í nýjar bækur. Fór því á bókasafn í Reykjavík, sem er nota bene svona 100 metrum frá verðandi- íbúðinni minni. Fann rekka þar sem á stóð - nýjustu bækur - og vitið þið hvað? Ég var búin lesa svona 70% af þeim. JEI! Fann Röddin eftir Arnald sem ég er að byrja á núna á eftir. Áramótaheit virka stundum.

Hei, eitt fyndið! Ég fór á ættarmót um síðustu helgi eins og þið kannski munið. Alla vega var ég með einhvern bjánagang þar sem sumir voru mjög hrifnir af. Ég fékk svo símtal í gærkvöldi með óskum um að ég myndi koma og skemmta í brúðkaupi sem haldið verður á Selfossi laugardaginn 20. Já, já Janus skemmtikraftur. Frábært að fá að taka þátt í svona sérstökum degi hjá fólki sem ég þekki lítið, þau heimtuðu meira að segja að fá að borga mér....as if! Á bara að gera sömu leiki og á ættarmótinu og þarf því ekki einu sinni að undirbúa mig. Magnað finnst ykkur ekki?

Fæ tölvuna mína á morgun. Nú kemst ég ekki lengur frá því að fara að vinna á fartölvu, verð þá bara kinnfiskasogin fyrir vikið - en ég ætla samt að halda mig við músina til að byrja með, ég næ hraða fimm ára barns á þessum fartölvusystemi....!

Ég veit hver hefur versta starf á Íslandi. Nú hugsið þið ábyggilega eitthvað nasty - einstaklingurinn á holræsabílnum, einstaklingurinn sem hreinsar upp hart tyggjó af bílaplönum, einstaklingurinn sem þarf að spá vondu veðri um allar helgar sumarsins....neibb enginn þeirra. Það starf sem ég myndi síst af öllum vilja hafa væri það að sjá um skiltið upp á Heiði. Það hlýtur að vera hræðilegt að þurfa að keyra að skiltinu og breyta tölunni á skiltinu sem segir okkur hversu margir hafa látið lífið í umferðinni á þessu ári. Á sólarhring fór þessi tala úr 14 og upp í 17. Fékk gæsahúð af að sjá þetta manngrey húka þarna í rigningunni að skipta um tölu. Hve mörgum sinnum skyldi hann þurfa að fara þangað á þeim dögum sem eftir eru í ágúst....!

Svo er nú það. Helgin framundan, alla vega eitt fjall, nokkrir bjórar og meiri skemmtiatriði.

Monday, August 08, 2005

Lífið!

Lífið er gjöf - þiggðu hana!
Lífið er ögrun - takstu á við hana!
Lífið er ævintýri - njóttu þess!
Lífið er sorg - yfirstígðu hana!
Lífið er harmleikur - horfstu í augu við hann!
Lífið er leikur - taktu þátt í honum!
Lífið er leyndardómur - afhjúpaðu hann!
Lífið er söngur - láttu hann hljóma!
Lífið er tækifæri - gríptu það!
Lífið er ferð - farðu hana á enda!
Lífið er regnbogi - hafðu upp á honum!
Lífið er auðstreymi - bjóddu því birginn!
Lífið er markið - náðu því!
Lífið er ráðgáta - leystu hana!
Lífið er hátíð - njóttu hennar!
Lífið er lexía - lærðu hana!
Lífið er ást - breiddu faðminn á móti henni!

Sunday, August 07, 2005

Helgin!! og annar hroðbjóður.

Já þá er bara komið að þessu, vinna á morgun. Sjö vikna sumarfríi lokið og alveg 4o og eitthvað vikur þangað til næsta sumarfrí byrjar og Janus getur farið aftur út, í þetta sinn í Danaveldi....!

Helgin var skemmtileg er frá er talið úrhellisrigning í morgun. Á föstudaginn fór í afmæli hjá ofur-Mumma mínum í Keflavík. Mummi var að smella í fimmtugt, fimmtíu kílóum léttari og einum geisladisk ríkari. Mummi hélt útgáfutónleika og svo afmælispartý strax á eftir. Kallinn bara flottur með stóra hljómsveit, sprengjur og allan pakkann. Bara gaman. Svo tók veislan við. Heiðarskóli var mættur á einu bretti, flottur hópur sem Janus á eftir að sakna. En lét lofa því að mér yrði boðið í fyrsta partýið....!

Um miðnætti brunaði ég svo austur aftur því á Þingborg var ættin samankomin á fyrra ættarmóti sumarsins. Þetta er hinn rauðhærði ættleggur og víða þyrfti að leita til að finna eins marga með þennan óalgenga hárlit. Ástæðan ku vera hinn rauði lækur sem rennur nálægt Litlu-Reykjum!!! Ekki verri skýring en hvað annað. Alla vega stóð skemmtinefndin sig vel og ætttingar vel móttækilegir fyrir furðulegum leikjum og fíflagang. Gaman að þessu. Gerði alveg snarvitlaust veður seinnipartinn í gær þannig að húsið mitt fauk um koll, ég svaf því bara eina nótt í tjaldi og hina nóttina á Selfossinu. Svo rigndi náttúrulega bara hundum og köttum í morgun, bíllinn minn sem stóð á tjaldsvæðinu stóð allt í einu á miðju stöðuvatni og sýndi einstaka hæfileika til að synda úr þeim hrakningum.

Anyways - var að lesa fréttablaðið áðan og varð þetta litla pirruð. Veit ekki hvort þið rákuð augun í þessa grein: Hjólabuxur og annar hroðbjóður. Í stuttu máli fjallar þessi grein um það að fólk sem á við offitu (yfir kjörþyngd) að stríða eigi/megi ekki klæða sig í stuttbuxur og hlýrabol þegar sólin skín. Segir orðrétt: "það má ekki koma sólarglæta þá eru dömur landsins mættar út í opnum sandölum og á hlýrabolum allt flegið bert og stutt. Þá er ekki spurt að því hvort viðkomandi sé í kjörþyngd eða ekki" - og hana nú. Ef þú ert yfirkjörþyngd ert þú hroðbjóður ef þú ferð í hlýrabol og sandala, það er náttúrulega alveg viðbjóðslegt að voga sér í sandala ef þú ert yfir kjörþyngd!!!! Hvað er það? Eru tærnar ljótari á feitu fólki? Deili á Fréttablaðið fyrir að birta annan eins hroðbjóð eins og þessa grein og það á degi þar sem verið er að fagna minnkandi fordómum í íslensku samfélagi gagnvart samkynhneigðum. Kannski við þyrftum næst að minnka fordóma gagnvart "yfir kjörþyngd" fólki. Við gætum þá safnast saman í miðbænum og gengið á stuttbuxum, hlýrabol og sandölum niður Laugaveginn og fagnað frelsi einstaklingsins, frelsi til að klæða sig eins og honum líður best, meira að segja þegar að sólin skín.....enda þennan reiðilestur á orðum blaðamannsins

Þetta verður að laga, þeir taki það til sín sem eiga.

Friday, August 05, 2005

Þetta finnst mér bara kúl!

Kokkarnir á Hamborgarabúllunni við Tryggvagötu hafa í tilefni hátíðisdaganna um helgina bætt á matseðilinn Hinsegin hamborgara. Alkunna er að hamborgarar eru alla jafna samsettir úr kjöti, salati og sósu sem síðan er lagt á milli topphluta og botnhluta hamborgarabrauðs. Hinsegin hamborgarinn er frábrugðin að því leiti að á táknrænan hátt eru notaðir annaðhvort tveir topphlutar eða tveir botnhlutar hamborgarabrauðsins. Kannski að í hamborgaranum leynist viss sannleikur því þótt hinsegin hamborgarnir kunni við fyrstu sýn að virðast óvenjulegir skiptir, þegar betur er að gáð, engu máli hvort hamborgararnir eru svona eða hinsegin: Þeir eru allir jafngóðir á bragðið.

Próf..!

Take the quiz: "What kind of eyes do you have? (with pictures)"

Moonlight
You have moonlight eyes. Moonlight is the color of mystery. Your eyes symbolize your ability to see yourself as others see you. You have finesse for letting other people know what you think. You have a soothing and calming ability that you may or may not know about. You have the awesome ability to draw a person's negative energy out and replace it with a positive energy; the world needs more people like you. Some words to describe you: patient, self-controlled, perseverance, insightful, reflective, understanding, serene, and caring.

Í fréttum er þetta helst!!

Vissuð þið Gróa frænka er líka bloggari, alveg magnað að hrúa inn þremur blogg-frænkum á einni viku...gaman, gaman.

Vissuð þið að Esso á Selfossi er núna opið allan sólarhringinn, já það er bara að verða menning á Selfossinu. Alla vega smá menningar-afleggjari.

Vissuð þið að einhver tengslakarl úti í heimi hafnaði boði Michael Jackson uml að bæta ímynd hans, gaurinn sagði að verkið væri óvinnandi, aðeins yrði erfiðara að bæta ímynd Saddam Hussein.

Vissuð þið að á Filipseyjum er 7,107 eyjar á fjöru!! Hvað haldið þið að þær séu margar á háflóði?

Vissuð þið að í kvöld neitaði Janus að drekka og borga fyrir volgan bjór sem hún fékk á kaffihúsi, ef við leggjum það saman við ljótu, ljótu setninguna sem Janus sagði við gaurinn á Flúðum þá stefnir þetta allt til vandræða....er Janus að læra að svara fyrir sig.....? Be careful. Maður verður nú bara smeykur.

Vissuð þið að í kvöld hljóp Janus Laugardælahringinn og hestahringinn, hann kemur sífellt á óvart hann Janus. Vissuð þið að það er hægt að hlaupa langar vegalengdir á Selfossi án þess að þurfa að hlaupa á malbiki. Alveg magnað og gott...!

Vissuð þið að Mummi verður 50 ára í dag, vissuð þið að það verður partý í Stapanum, vissuð þið að það er bara erfitt að finna afmælisgjöf handa karlmönnum, sérstaklega ef þeir eiga svona stórafmæli. Ég þurfti að leggja baunina í bleyti.

Vissuð þið að Hvannadalshnjúkur lækkaði um 9 metra.

Vissuð þið að ungt kvenfólk á Íslandi er alltaf að skaða sig, hvers vegna gerist það í svona litlu samfélagi. Þarf greinilega að hreinsa út lið sem leikur sér að tilfinningum ungra kvenna á Íslandi. Eða alla vega gefa þeim á hann.

Vissuð þið að Ísland tók alla rigninguna sem búið var á úthluta Spáni og Portúgal í sumar, enda er allt bandsjóðandi, brennandi þar og allt að skrælna. Meðan er allt blautt hér

Vissuð þið að það er rifist og rifist yfir einhverri þotudruslu úti í heimi, þrátt fyrir að 300 manns hafi sloppið naumlega frá því að grillast í henni. Þarf ekki aðeins að breyta forgangsröðinni þarna, hætta að væla yfir þessari blikkdós og hrópa húrra fyrir því að allir sluppu, alveg magnaður þessi heimur...þyrfti kannski bara að gefa honum einn á hann líka.

Vissuð þið að það þurfti að rífa einhverja gaura niður úr byggingarkrana í Reyðarfirði...niður með álver....oh my god, og svo hneysklaðist fólk á mótmælum vörubílstjóra og já það er hættulegt að stoppa umferðina??? Smellum liðinu bara upp í byggingarkrana því það hlustar hvort sem er enginn á þá sem mótmæla.

Vissuð þið að nýjustu hetjum landsins, haltur leiðir blindan, er komin í bæinn. Húrra, húrra, húrra, húrra - þið afrekuðuð meira en margir óhaltir og óblindir myndu láta sig dreyma um. Algerlega frábært.

Vissuð þið að það er hættulegt að vera gamall í heimahúsum, það verða verstu slysin. Það stakk mig samt í fréttunum að einhver sagði að það þyrfti að endurskoða lyfjagjafir hjá eldra fólki, erum við að dópa gamla fólkið okkar? Dettur það af því að það er dópað? What?

Getur það virkilega verið að fordómar innan ríkisstjórnarinnar í garð samkynhneigðra komi í veg fyrir að hún leggi til að lesbíur og hommar njóti fullra óskertra mannréttinda? Hvað finnst ykkur?

Vissuð þið að framundan er síðasti sofa út dagurinn minn í þessu sumarfríi, nú þarf ég bíða þangað til jólin koma,,,eða bara helgi.

Vissuð þið að Tumi minn er lasin, fór í aðgerð í dag og þarf að vera í gifsi næstu daga. Aumingja Tumi og svei ykkur sóðafólk sem brjótið bjórflöskurnar ykkar á götunni þar sem ferfætlingar ganga skólausir. Það þyrfti að gefa ykkur einn á hann líka.

Vissuð þið að ég hef nákvæmlega ekkert meira að segja.

Thursday, August 04, 2005

ÝMÓ!

Þetta gerði ég meðan þið sváfuð!!!

  • According to the latest results of a Gallup poll, Gísli Marteinn Baldursson - best known for making disparaging racist comments during his moderation of the Eurovision Song Contest earlier this year - is the most likely member of the Independence Party to lead the party to victory over opposition alliance R-list in the upcoming city council elections. A closer look at the math reveals another story.
  • Árni Johnsen var meðal viðmælenda í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær og sagði að þjóðhátíð hefði farið vel fram, tíu þúsund gestir hefðu komið til að skemmta sér og öðrum, en ekki til að meiða - eins og Árni orðaði það. En raunveruleikinn er annar því Hreimur Heimisson segir að eftir að hann og aðrir tónlistarmenn höfðu nýlokið við að syngja þjóðhátíðarlag hans frá 2001, eftir að nýbúið var að tendra á blysunum. Þegar þeir höfðu nýlokið söngnum þá kom Árni upp á svið og sagði þá engu ráða og að þeir væru eingöngu að misþyrma hljóðkerfinu. Hann sagði að Árni hafi gefið sér vænan kinnhest og fór langt yfir strikið.
  • 63 ára karlmaður frá Jesúbænum Betlehem var handtekinn þar sem upp komst að hann var að hafa mök við geitur. 14 ára drengur kom að honum og sá þessa hræðilega sjón og verður varla samur aftur. Karlinn réðst þá að drengnum og hótaði honum öllu illu ef þetta fréttist. Búist er við því að maðurinn fái harða refsingu og væntanlega sé öllu sé lokið milli hans og geitanna....
  • Staring at a women´s breast is good for men´s health and makes them live longer. A 10 minute ogle at a women´s breast is as healthy as half an hour in the gym.
  • Díses .. ég VAR að spá í að fara á útihátíð og misnota einhverjar stelpur kynferðislega en núna meika ég það ekki. Þessar auglýsingar sem eru á strætóskýlum um allan bæ draga úr manni allan kraft:,, Ertu geðveikur í rúminu ?" og ,, Ertu sjúklega góður vinur?". Þessar auglýsingar ásækja mig núna , ég er meira segja kominn með ,, ég er sko vinur þinn" lagið á heilann. Ég þori ekki einu sinni að kissa vinkonur mínar bless... og ennþá verra , ég meika ekki einu sinni að taka utan um tippið á mér til þess að pissa. Mér finnst að það ætti að opna áfallahjálp fyrir svona tilvonandi nýðinga sem sjá þessar auglýsingar og fá samviskubit... ég er alveg ónýtur eftir þessar "áhrifaríku" auglýsingar.
  • ..og hún Ameríka stendur fyrir sínu: The photo that raised alarms shows a naked Kristoff, now 16 months old, getting a kiss from his father on the belly button, Teresa Hamaty said. When the photos were shown to the police, the couple was arrested, and Kristoff was put in protective custody, while his half-sister, Victoria, was handed over to her birth father. Teresa Hamaty was released on bond, but wasn't allowed contact with her children for months. Charbel Hamaty spent six months in prison before the charges were dropped because of a report submitted by an expert saying there was no criminal intent in the photos.
  • Af barnaland.is: Ég heiti Engill Þór og er Davíðsson.....OH MY GOD NO, NO, NO!!
  • http://massdestraction.com/1179-Emotionale_soccer_events.html

Wednesday, August 03, 2005

Nýtt blogg og nýtt fólk!

Var að endurnýja hægri listann minn. Setti í salt nokkra óvirka bloggara og bætti við nokkrum nýjum linkum. Setti til að mynda link yfir á hana Lilju Bríet sem er litla dóttir Daða og Sillu, bara snúll. Svo bætti ég Carlo cisv-vini mínum inn. Stóru frænkur mínar tvær Hanna Fríða og Anna Margrét eru báðar farnar að blogga svo enn stækkar hinn daglegi vina bloggrúntur. Ég setti líka link yfir á ógeðslega fyndið blogg hjá einhverjum bara fyndnum gaur og líka link á tíkin.is. Ef þið hafið ekki fylgst með þeirri síðu er um að gera að skoða hana :)

Jæja það er erfitt að finna hvar eigi að byrja þegar svona margir dagar hafa liðið. Verslunarmannahelgin var mjög skemmtileg - fór ásamt góðum vinum á Flúðir. Vorum í nýja tjaldinu hennar Gugga sem var akkúrat að hentugri stærð fyrir allan hópinn. Gaman að sofa öll saman í svona stóru tjaldi. Hausverkur dauðans herjaði bæði á mig föstudags og laugardagskvöld og skemmdi því eiginlega fyrir drykkju bæði kvöldin, þó verkjalyf hafi gert það að verkum að aðeins var hægt að sturta í sig á laugarsdagskvöldið. Hef vissar hugmyndir um hvers vegna hausverkurinn kom og kemur alltaf þegar ég fæ mér í glas...en segi það ekki upphátt :( Fórum á ball á laugardagskvöldinu með Rúnar Júl og það var bara gaman, dansaði eins og vitleysingur, high on panódíl. Átum massa góða pitsu eftir ballið og fórum svo að sofa enda tjaldið á fjölskyldusvæðinu....hvernig það gerðist veit enginn :)

Við fórum svo heim á sunnudeginum, alveg nóg að djúsa svona tvö kvöld í röð. Ég kom hérna heim og fór í sturtu, fékk mér fegrunarblund og brunaði svo inn í Galtalæk þar sem foreldrar og systkini mín voru. Þurfti ekkert að borga inn, fékk grill hjá m+p og fór svo á kvöldvökuna um kvöldið. Nælon og Raggi Bjarna voru flott, bara gaman að hlusta. Helgi Valur trúbador hefði betur verið geymdur heima. Hann söng 4 lög - halelúja, frumsamið lag um dauðann, eitthvað lag eftir snoop-dog og svo Stairway to heaven.....á fjölskyldumóti - ekki alveg rétta lagavalið. Á móti sól tók svo við. Vissuð þið að það er til lag um það hvernig maður fær sortuæxli - millikaflinn er "hann fer í ljós þrisvar í viku". Funny, funny. Ég renndi svo heim aftur einhvern tíma um miðnætti og svaf eins og ungabarn langt fram á næsta dag.

Þetta var á mánudag, síðan er ég bara búin að rotna uppi í sófa að horfa á friends, eða uppi í rúmi að lesa Harry Potter, eða hanga hér í tölvunni á msn. Það verður liggur við ljúft að fara að vinna aftur, koma smá reglu á, alla vega byrja daginn fyrir hádegi. Það er nú svo sem ekki lengi að bíða því ég byrja að vinna á mánudaginn, eftir 4 daga - sumarið bara búið en samt rétt að byrja. Fékk útborgað frá Reykjavíkurborg um mánaðarmótin, skattkortið náttúrulega ennþá í Keflavík og Janus hvorki fleiri né færri en 7 launaflokkum lægri....alveg 4 lægri en skyldan segir. Hlýtur að vera gaman að reikna út laun þegar þú veist ekkert um þann sem launin á að fá, bara svona gisk útborgun....gaman af því. Leiðréttist um næstu mánaðarmót.

Magnað að hlusta á þrumurnar á Selfossinu í allan dag, bara eins og maður væri í útlöndum. Er búin að búa mér til enn eina myndasíðu - er núna með myndir á yahoo - set tengil þegar ég er búin að hlaða á hana. Er að fara í tónleika og fimmtugsafmæli á föstudaginn í Keflavík og svo er ættarmótið góða um helgina. Er að verða búin að setja niður skemmtidagskránna, vona bara að öðrum finnist ég eins og skemmtileg og ég er búin að telja mér trú um að ég sé.

Svo er nú það. Er að fara að hlaupa, reyna að halda smá í vor/sumarþolið svo ég komist 7 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþon - Gaman er í ykkur að heyra.

Janus - oh men - jólasveinn.