Já svei mér þá!
Stundum verður maður reiður og stundum verður maður bara foxillur. Núna er ég sem sagt foxill. Fox á ensku þýðir refur á íslensku. Þannig að ég er í refa-ham. Ég dró upp símann áðan og ætlaði að hringja og siga refnum á viðtakanda símanúmersins en hafði sem betur fer vit á því að leggja á eftir fyrstu hringingu. Ég held að maður græði ekki á því að rífast eins og refur. Á maður kannski bara að sleppa því að rífast við fólk sem hefur gengið svona yfir strikið. Hvað finnst ykkur? Eða á maður kannski bara að leggjast undir feld, róa sig niður og leita svo skýringa? Hvað finnst ykkur?
Burtséð frá því er ég foxill.....grrrrrr!!!!
Burtséð frá því er ég foxill.....grrrrrr!!!!
1 comments:
At 12:13 AM, Gugga said…
Litli refur. Það er alltaf betra að segja ekkert en segja eitthvað sem maður sér svo eftir.
Post a Comment
<< Home