Eurovision
....þetta er júróvísion lag!
Mig hefur alltaf dreymt um að fara á Eurovisíon keppni enda annálað NÖRD þegar kemur að öllu sem heitir söngvakeppni. Nú eru einungis 12 dagar í keppnina þetta árið og Jansu er aðeins farið að hlakka til að fylgjast með þessari skemmtun. Ég var að gramsa á einni af mörgum síðum sem tileinkuð er þessari keppni. Ég get því sagt ykkur þær gleðifréttir að enn er hægt að kaupa miða á keppnina á netinu. Til dæmis er hægt að kaupa miða á forkeppnina á 250 evrur sem eru um það bil 22.000 krónur íslenskar. Á aðalkeppnina er ekki orðið uppselt heldur og þar er hægt að kaupa miða á besta svæði í salnum á gjafaverðinu 1050 evrur sem 92.400 krónur. Svo er hægt að versla þetta allt í einum pakka, hótel, keppni og eftirpartý á 2390 evrur sem er upphæð sem venjulegur kennari þarf meira en mánuð til að vinna fyrir eða 210.320 krónur.
Ekki veit ég hvað ykkur finnst um þessar upphæðir en fyrir mér er bara betra að sitja með snakk og bjór í stofunni heima með vinum sínum og horfa á keppnina í sjónvarpinu.
Hér er síðan ef þið viljið skoða. Minni aftur á fimmtudags-júróvisíon í Hverafoldinni hjá mér, allir velkomnir!!!
Mig hefur alltaf dreymt um að fara á Eurovisíon keppni enda annálað NÖRD þegar kemur að öllu sem heitir söngvakeppni. Nú eru einungis 12 dagar í keppnina þetta árið og Jansu er aðeins farið að hlakka til að fylgjast með þessari skemmtun. Ég var að gramsa á einni af mörgum síðum sem tileinkuð er þessari keppni. Ég get því sagt ykkur þær gleðifréttir að enn er hægt að kaupa miða á keppnina á netinu. Til dæmis er hægt að kaupa miða á forkeppnina á 250 evrur sem eru um það bil 22.000 krónur íslenskar. Á aðalkeppnina er ekki orðið uppselt heldur og þar er hægt að kaupa miða á besta svæði í salnum á gjafaverðinu 1050 evrur sem 92.400 krónur. Svo er hægt að versla þetta allt í einum pakka, hótel, keppni og eftirpartý á 2390 evrur sem er upphæð sem venjulegur kennari þarf meira en mánuð til að vinna fyrir eða 210.320 krónur.
Ekki veit ég hvað ykkur finnst um þessar upphæðir en fyrir mér er bara betra að sitja með snakk og bjór í stofunni heima með vinum sínum og horfa á keppnina í sjónvarpinu.
Hér er síðan ef þið viljið skoða. Minni aftur á fimmtudags-júróvisíon í Hverafoldinni hjá mér, allir velkomnir!!!
1 comments:
At 10:33 AM, Gugga said…
Já ég kem í Hveró. Það hljómar mikið betur en Helsinki-sminki...
Post a Comment
<< Home