Monday, February 16, 2009
Thursday, January 15, 2009
Nýtt ár
Nýtt ár og bloggið small á 80.000 án þess að nokkur tæki eftir því :)
Hvað er að frétta síðan síðast? Nú jólin eru búin og nýtt ár byrjað. 2008 leið sem sagt og jú ætli ég geti ekki sagt að þetta hafi verið árið mitt. Hvannadalshnúkur, Kaupmannahöfn, Hornstrandir, útgáfa á námsefni frá Námsgagnastofnun og svo allt hitt sem var svo ótrúlega skemmtilegt :)
Hvað er að frétta síðan síðast? Nú jólin eru búin og nýtt ár byrjað. 2008 leið sem sagt og jú ætli ég geti ekki sagt að þetta hafi verið árið mitt. Hvannadalshnúkur, Kaupmannahöfn, Hornstrandir, útgáfa á námsefni frá Námsgagnastofnun og svo allt hitt sem var svo ótrúlega skemmtilegt :)
Tuesday, December 16, 2008
Áhyggjur.
Það er misjöfn vandamál sem fólk þarf að glíma við. Sumum finnst það vera stórt vandamál að geta ekki skroppið til útlanda nokkrum sinnum á ári, meðan öðrum finnst það að dröslast fram úr rúminu á morgnana vera stór áskorun. Öll vandamál eru stór í augum þess sem við það glímir og því ætti aldrei að gera lítið úr neinu vandamáli.
Einn lítill í bekknum mínum hafði miklar áhyggjur af því í dag að hann hefði gleymt að setja húfuna í ermina og hún væri bara á snaganum. Fyrir þessu barni var þetta það stórt vandamál að honum varð ekkert úr verki fyrr en hann fékk að fara fram á gang að setja húfuna í ermina á úlpunni. Svo lítið en samt svo stórt.
Á morgun á kötturinn minn frú Sigríður að fara í aðgerð á dýraspítalnum. þarf að skera burt "æxli" sem er í munninum hennar sem gerir henni mjög erfitt fyrir að borða. Frú Sigríður ofurköttur er komin á besta aldur, rétt rúmlega fimmtug, heldur en að hún sé kettlingur og er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Ég hef því áhyggjur að kisugreyinu og kýlinu sem stendur út úr munninum á henni.
Ég er því áhyggjufull á þessu annars fallega kvöldi.
Einn lítill í bekknum mínum hafði miklar áhyggjur af því í dag að hann hefði gleymt að setja húfuna í ermina og hún væri bara á snaganum. Fyrir þessu barni var þetta það stórt vandamál að honum varð ekkert úr verki fyrr en hann fékk að fara fram á gang að setja húfuna í ermina á úlpunni. Svo lítið en samt svo stórt.
Á morgun á kötturinn minn frú Sigríður að fara í aðgerð á dýraspítalnum. þarf að skera burt "æxli" sem er í munninum hennar sem gerir henni mjög erfitt fyrir að borða. Frú Sigríður ofurköttur er komin á besta aldur, rétt rúmlega fimmtug, heldur en að hún sé kettlingur og er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Ég hef því áhyggjur að kisugreyinu og kýlinu sem stendur út úr munninum á henni.
Ég er því áhyggjufull á þessu annars fallega kvöldi.
Thursday, December 11, 2008
Hornstrandir sumarið 2009
Er ekki akkúrat rétti tíminn að segja ykkur frá sumarplönunum á svona ógeðis-veður-dögum.
Þar sem jökulinn ber við loft...” Um Jökulfirði og Austurstrandir
1. - 8. júlí, 8 dagar
Í þessari bakpokaferð gefst tækifæri til þess að kynnast nokkrum perlum Jökulfjarða og Austurstranda. Gist verður í tjöldum í þrjár nætur, en annars í húsum. Gert er ráð fyrir sameiginlegum mat í Bolungarvík og Reykjarfirði.
1. d. Siglt miðvikudaginn 1. júlí frá Norðurfirði til Hornvíkur. Á leiðinni geta farþegar virt fyrir sér hrikalega ásýnd Hornbjargs frá sjó. Gengið um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og tjaldað í Bæjardal skammt frá eyðibýlinu Steig.
2. d. Gengið á Kvíarnúp, en þaðan er gott útsýni yfir Jökulfirðina og til Drangajökuls. Leiðin liggur síðan að eyðibýlinu Kvíum og í Rangala í botni Lónafjarðar, þar sem verður tjaldað á gróskumiklum eyrum.
3.d. Gengið um sjávarlón og rif sem standa upp úr sjó á fjöru, farið um Miðkjós, fyrir Einbúa og í Sópanda í Lónafirði þar sem verður tjaldað.
4. d. Úr Sópanda verður gengið upp að Hyrnukili og um Þrengsli, sem er tilkomumikil gjá. Hæð haldið ofan Barðsvíkur og farið um Göngumannaskörð til Bolungarvíkur þar sem gist verður í húsi.
5. d. Dvalið í Bolungarvík við náttúruskoðun og rölt um hvítan fjörusand. Einnig verður boðið upp á göngu á Hádegishnjúk og Nóntind.
6. d. Gengið til Reykjarfjarðar um Furufjörð, Svartaskarð og Þaralátursfjörð.
7. d. Dvalið í Reykjarfirði við sund og göngur á áhugaverða staði í bland við sögulegan fróðleik. Grillveisla um kvöldið.
8. d. Siglt til Norðurfjarðar miðvikudaginn 8. júlí.
Já svei mér þá ég get ekki beðið eftir sumrinu :)
Þar sem jökulinn ber við loft...” Um Jökulfirði og Austurstrandir
1. - 8. júlí, 8 dagar
Í þessari bakpokaferð gefst tækifæri til þess að kynnast nokkrum perlum Jökulfjarða og Austurstranda. Gist verður í tjöldum í þrjár nætur, en annars í húsum. Gert er ráð fyrir sameiginlegum mat í Bolungarvík og Reykjarfirði.
1. d. Siglt miðvikudaginn 1. júlí frá Norðurfirði til Hornvíkur. Á leiðinni geta farþegar virt fyrir sér hrikalega ásýnd Hornbjargs frá sjó. Gengið um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og tjaldað í Bæjardal skammt frá eyðibýlinu Steig.
2. d. Gengið á Kvíarnúp, en þaðan er gott útsýni yfir Jökulfirðina og til Drangajökuls. Leiðin liggur síðan að eyðibýlinu Kvíum og í Rangala í botni Lónafjarðar, þar sem verður tjaldað á gróskumiklum eyrum.
3.d. Gengið um sjávarlón og rif sem standa upp úr sjó á fjöru, farið um Miðkjós, fyrir Einbúa og í Sópanda í Lónafirði þar sem verður tjaldað.
4. d. Úr Sópanda verður gengið upp að Hyrnukili og um Þrengsli, sem er tilkomumikil gjá. Hæð haldið ofan Barðsvíkur og farið um Göngumannaskörð til Bolungarvíkur þar sem gist verður í húsi.
5. d. Dvalið í Bolungarvík við náttúruskoðun og rölt um hvítan fjörusand. Einnig verður boðið upp á göngu á Hádegishnjúk og Nóntind.
6. d. Gengið til Reykjarfjarðar um Furufjörð, Svartaskarð og Þaralátursfjörð.
7. d. Dvalið í Reykjarfirði við sund og göngur á áhugaverða staði í bland við sögulegan fróðleik. Grillveisla um kvöldið.
8. d. Siglt til Norðurfjarðar miðvikudaginn 8. júlí.
Já svei mér þá ég get ekki beðið eftir sumrinu :)
Thursday, November 20, 2008
Dularfullt
Alveg komin tími á að ýta myndinni af Helenu neðar á þessari síðu...þótt ég sé ennþá ótrúlega montin af henni.
Í þessari færslu skal rætt hið dularfulla Kalla Kanínu mál. Þegar ég kom fram í gærmorgun hrasaði ég í myrkrinu um VHS spólu um Kalla kanínu. Ég blótaði spóludruslunni og fór í ræktina. Það var ekki fyrr en ég var byrjuð að tölta á brettinu að spólan kom upp í huga mér.
Hvernig í ósköpunum stóð á því að VHS spóla um Kalla kanínu, sem ég minnist ekki að ég eigi, var á miðju stofugólfinu hjá mér. Hún var ekki þar þegar ég fór áð sofa.
Merkir þetta kannski það að ég eigi nú orðið tvö gæludýr kanínu og frú Sigríði.
Er kannski kreppa hjá karlinum þarna uppi svo nú rignir bara VHS spólum sem allir eru hættir að nota. Er þetta einhver orðaleikur? Bíður draumaprinsinn Kalli eftir mér í kanínukofanum.
Einhverjar fleiri hugmyndir?
Í þessari færslu skal rætt hið dularfulla Kalla Kanínu mál. Þegar ég kom fram í gærmorgun hrasaði ég í myrkrinu um VHS spólu um Kalla kanínu. Ég blótaði spóludruslunni og fór í ræktina. Það var ekki fyrr en ég var byrjuð að tölta á brettinu að spólan kom upp í huga mér.
Hvernig í ósköpunum stóð á því að VHS spóla um Kalla kanínu, sem ég minnist ekki að ég eigi, var á miðju stofugólfinu hjá mér. Hún var ekki þar þegar ég fór áð sofa.
Merkir þetta kannski það að ég eigi nú orðið tvö gæludýr kanínu og frú Sigríði.
Er kannski kreppa hjá karlinum þarna uppi svo nú rignir bara VHS spólum sem allir eru hættir að nota. Er þetta einhver orðaleikur? Bíður draumaprinsinn Kalli eftir mér í kanínukofanum.
Einhverjar fleiri hugmyndir?
Sunday, November 09, 2008
Sunday, November 02, 2008
Skýrsla
Það er eitthvað við þennan tíma.
Hvort það er myrkrið? Álag í vinnu? Álag í skólanum? Þreyta? Vinir?
...hver veit? en einhverja hluta vegna er ég hálfdöpur.
En burtséð frá því átti ég frábæra helgi blandaða með útivist, pottaferðum, bjórdrykkju, svefni og jú í dag remdist ég eitthvað við að læra. Það síðastnefnda sennilega ekki upp á marga fiska.
En horfa fram á veginn. Aðeins fimm dagar í næstu helgi og fjúkk hvað þá verður þétt prógramm.
Hvort það er myrkrið? Álag í vinnu? Álag í skólanum? Þreyta? Vinir?
...hver veit? en einhverja hluta vegna er ég hálfdöpur.
En burtséð frá því átti ég frábæra helgi blandaða með útivist, pottaferðum, bjórdrykkju, svefni og jú í dag remdist ég eitthvað við að læra. Það síðastnefnda sennilega ekki upp á marga fiska.
En horfa fram á veginn. Aðeins fimm dagar í næstu helgi og fjúkk hvað þá verður þétt prógramm.